
2/2 - seinni greiðsla: of Allt sem þú verður að vita til þess að byrja þitt eigið vörumerki
Tveggja daga ofurnámskeið þar sem við förum yfir allt það sem getur hjálpað þér í að stofna þitt eigið vörumerki og ná langt!
Ég hlakka til að deila með þér öllu því sem ég hef lært á síðustu sjö árum í eigin rekstri - svo þú getir rekið þig á færri veggi og náð meiri árangri.
Þú munt meðal annars læra:
- Stofnun fyrirtækis og bókhald (mikilvægt! Heimsókn frá bókara með 40 ára reynslu).
- Vörumerkjaþróun (nafn, lógó, branding, branding, branding!)
- Vöruhönnun: Að búa til vörur (hvernig kem ég hugmynd úr kollinum á mér og í framleiðslu)
- Verksmiðjur (mismunandi leiðir í framleiðslu, finna rétta birgja/framleiðendur o.sv.f.)
- Verðlagning á vörum. Einkasala og heildsala.
- Sniðug leið til þess að finna rétta samstarfsaðila
- Vefsíðugerð -> Allir setja upp sína eigin vefsíðu á námskeiðinu (Ekki borga of mikið fyrir heimasíðu. Það er ekki 2005 …)
- Greiðsluleiðir í boði - kostir og gallar
- Sendingamöguleikar í boði og hvað þarf að hafa í huga
- Gerður eigandi Blush.is kemur og verður með skemmtilegt spjall á námskeiðinu. Hún hefur náð þvílíkum árangri í viðskiptum. Auk þess sem hún hefur ferðast um allan heim og lært af Tony Robbins.
Aðeins í þetta eina skipti verður námskeiðið í boði live/í persónu. Sæti verða einnig mjög takmörkuð til þess að tryggja að öryggi allra (takk Covid) og að við höfum nægan tíma fyrir hvort annað til þess að ræða málin og hafa gaman.
Á námskeiðinu verður kaffi og ávextir í boði auk þess sem innifalið í námskeiði er ljúffengur hádegisverður á sunnudeginum.
Mjög takmarkað sætaframboð. Þú getur tryggt þér sæti og skráð þig með því að smella á 'Bóka námskeið' hér að ofan.
Bóka námskeiðEf þú hefur einhverjar spurningar áður en þú bókar, endilega sendu mér skilaboð á tanja@tanjayr.com og ég svara þér um hæl.
Ég hlakka til að sjá þig!