1:1 einkatími

Einkatími með Tönju sem ýtir þér lengra áfram og hjálpar þér að koma með hugmyndir af vandamálum sem þú hefur sett fyrir framan þig.  

 

  1:1 er sérstaklega búið til fyrir:

  • Ef þig langar að búa til þitt eigið vörumerki
  • Eigendur netverslanna og þá sem reka fyrirtæki
  • Hárgreiðslufólk, förðunarfræðinga, snyrtifræðinga etc.
  • Alla verktaka sem vilja auka viðskipti eða veita betri þjónustu
  • Áhrifavalda eða þá sem vilja verða áhrifavaldar
  • Ef þig vantar að finna framleiðanda
  • Og öllum þeim sem langar að markaðsetja sig eða vöruna sína betur. Ath. Að þetta er einkanámskeið og hver tími er sérhannaður fyrir þig og þínar áskoranir.


Almennar upplýsingar
Lengd tíma: 1 klst - ásamt tölvupóst samskiptum fyrir og eftir tímann þar sem að tíminn er sérsniðin að þér.
Staðsetning: Á netinu – Nánari upplýsingar sendar við bókun. 
Verð: 16.990kr 

Hér er dæmi um vinsælar spurningar í 1:1 tímum sem við förum þá í umræðuefni varðandi það og komum með lausnir: 
- 'Er þetta góð verksmiðja' eða myndiru velja aðra?
- 'Ég er ekki viss hvort ég sé að semja nógu vel við verksmiðjuna mína varðandi verð á vörum og sendingargjaldi'
- 'Ég er ekki viss um hvernig ég get selt vörurnar mínar þegar ég fæ þær í hendurnar' 
- 'Mig langar að koma mér á framfæri en ég veit ekki hvernig'
- 'Hvernig get ég notað áhrifavalda markaðsetningu til að markaðsetja vörumerkið mitt'?

Í 1:1 tímum kem ég með mínar skoðanir og lausnir og aðstoða þig við að geta svo haldið áfram með það verkefni sem þú hefur tekið þér fyrir hendur. Margir hafa verið að taka 1:1 tíma í hverjum mánuði til að fylgja því eftir það sem þau hafa verið að gera. Stundum er maður smá strand og vill fá aðstoð við að ýta sér áfram og þá ertu á hárréttum stað. 

Hafðu samband við mig ef þú ert með spurningar eða vilt bóka: tanja@tanjayr.com og ég hlakka til að heyra frá þér.