Hægt er að bóka mig í sérsniðna fyrirlestra og vinnustofur fyrir fyrirtæki, skóla og hópa þar sem ég fjalla um samfélagsmiðla, efnisgerð og nýjustu tækifærin í stafrænum heimi allt sniðið að þörfum hvers hóps.

Samfélagsmiðla fyrirlestrar

Ég hef starfað við samfélagsmiðla og stafræna miðlun í yfir áratug og á þeim tíma fengið að kynnast þessum heimi frá mörgum ólíkum sjónarhornum. Ég hef unnið bæði sem áhrifavaldur, milliliður milli áhrifavalda og fyrirtækja, fyrirtækjaeigandi og ráðgjafi sem hefur gefið mér dýrmæta innsýn í hvað virkar í raun og hvað gerir það ekki.

Árið 2016 stofnaði ég, ásamt Maríu, fyrstu áhrifavaldaumboðsskrifstofu á Íslandi. Sú reynsla lagði grunninn að þeirri vinnu sem ég sinnir í dag, þar sem allt snýst um samfélagsmiðla, efnisgerð og hvernig miðlun getur skapað raunveruleg tengsl, tækifæri og árangur.

Í fyrirlestrum og vinnustofum legg ég áherslu á að miðla raunhæfri og hagnýtri þekkingu, án flókins fagmáls eða óraunhæfra loforða. Við förum yfir hvernig samfélagsmiðlar virka í dag, hvernig hægt er að nýta þá á skapandi og ábyrgðan hátt og hvaða nýjustu möguleikar eru í boði bæði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og nemendur.

Ég elska að fara aðeins aðrar leiðir í markaðssetningu og miðlun, með áherslu á skýr skilaboð, heiðarleika og raunverulega upplifun. Fyrirlestrar og vinnustofur eru alltaf sniðin að viðkomandi hópi, hvort sem um er að ræða skóla, fyrirtæki eða minni hópa sem vilja fræðslu, innblástur eða hagnýt verkfæri til að vinna áfram með.

Það sem mér þykir skemmtilegast við þessa vinnu er að fá að deila reynslu, kveikja áhuga og hjálpa fólki að sjá möguleikana sem samfélagsmiðlar bjóða upp á.

Hafðu samband ef þú vilt bóka fyrirlestur eða vinnustofu, eða fá nánari upplýsingar um hvernig ég get aðstoðað þinn hóp.

Hafðu samband

Ég hlakka mikið til þess að heyra frá þér og þú getur einnig sent mér tölvupóst beint á tanja@tanjayr.com ef þú ert með spurningar.

chevron_left chevron_right