Frá hugmynd í framleiðslu

chevron_left chevron_right

Vöruþróun & framleiðsla: Frá hugmynd í fullbúna vöru

1. Þú kemur með hugmyndina

Þú kemur með hugmyndina til mín og við förum saman yfir markmið, fjárhagsramma og tímalínu.

Ég set upp verðtilboð í verkefnið. Ég er einnig með stöðluð verð fyrir þessa þjónustu, en við vinnum alltaf út frá þínum ramma og þínum þörfum.

2. Hönnun og skipulagning verkefnis

Næst hönnum og skipuleggjum við verkefnið með hönnuði sem starfar hjá mér. Við förum yfir:

  • Tech packs/ Die-lines
  • Val á réttu efni og frágangi
  • Mat á framleiðsluforsendum (miðað við hvert verkefni fyrir sig)

3. Framleiðandi valinn og ferlið stýrt frá A–Ö

Ég finn framleiðanda sem hentar verkefninu þínu og fjármagni og stýri ferlinu frá A–Ö, þar á meðal:

  • Finna besta verðið
  • Sýnishorn (sampling) og lagfæringar
  • Öll samskipti við framleiðanda
  • Eftirfylgni í gegnum ferlið
  • Gæðayfirferð (quality control)
  • Umsjón með tímaramma og afhendingaráætlun

4. Framleiðsla, geymsla og afhending til Íslands

Þegar komið er að framleiðslu og afhendingu færðu verðtilboð í sendingu til Íslands, annað hvort með flugi eða sjó.

Við fylgjum eftir framleiðslunni og getum einnig fylgt eftir sendingunni sjálfri, svo ferlið gangi eins vel og hægt er.

Ég er með vöruhús í Kína sem er einnig hægt að nota ef þörf er á. Þar getur þú geymt vörur og sent prósentu af magninu til Íslands í hollum. Ég bíð einnig upp á að setja saman vöruna áður en hún kemur til Íslands ef við á.

Þessi þjónusta hentar þér ef:

  • Þú vilt setja vöru á markað en veist ekki hvar á að byrja.
  • Þú vilt ekki vera í samskiptum við marga framleiðendur.
  • Þú vilt hafa einn sérfræðing sem heldur utan um allt ferlið.

Af hverju velja mig í vöruþróunina:

  • Einn tengiliður frá upphafi til enda
  • Minni streita og færri mistök
  • Skýr samskipti
  • Sparar tíma og peninga
  • Reynslumikil leiðsögn í gegnum allt ferlið

Þú einbeitir þér að fyrirtækinu, ég sé um rest.

Frá hugmynd í vöru

Hér má sjá valin verkefni þar sem ég hef séð um vöruþróun frá hugmynd að fullbúinni vöru.

Lena Verslun: Viðskiptavinur kom til mín og vantaði umbúðir fyrir jólin og helst í hraði. Við hönnuðum, framleiddum og létum senda verkefnið með flugi til að ná tímarammanum. Þetta verkefni tók 30 daga hönnun > framleiðsla > afhending.