Næsta námskeið

verður í MAÍ

Yfir 100+ umsagnir

frá fyrrum námskeiðum

Aðstoðað við að búa til yfir 300+

vörur fyrir einstaklinga og fyrirtæki

chevron_left chevron_right

Velkomin á vefsíðuna mína

chevron_left chevron_right

Tanja Ýr

Mig langar að byrja á því að þakka þér fyrir að kíkja á vefsíðuna mína vonandi finnur þú eitthvað sem þér líst á :)

Síðan árið 2014 hef ég eingöngu unnið á samfélagsmiðlum og hef á þessum árum skapað algjöra sérþekkingu á því hvernig hinir ýmsu miðlar virka og hvernig við getum notað þá til þess að ná árangri. Á þessum árum hef ég stigið í öll möguleg hlutverk en ásamt því að hafa sjálf byggt, viðhaldið og haft tekjur miðlum á borð við Snapchat, Facebook, Instagram Youtube og TikTok þá hef ég unnið náið með bæði áhrifavöldum og fyrirtækjum. Ég aðstoða áhrifavalda við að koma sér á framfæri, byggja upp ímynd og læra afla sér tekna. En með fyrirtækjum hef ég stigið inn sem sérfræðingur á samfélagsmiðlum og veitt ráðgjöf eða séð um miðla og búið til herferðir með áhrifavöldum.

Í gegnum tíðina hef ég bæði byggt upp fjölda vörumerkja sjálf, nær einungis í gegnum samfélagsmiðla og hjálpað tugum fyrirtækja við að byggja upp sterka ímynd, vekja athygli og selja vörur eða þjónustu á mörgum mismunandi miðlum. En þar liggur helsta ástríða mín í dag, að miðla minni reynslu og sérþekkingu um samfélagsmiðla, vefsíðugerð, myndefni og vörumerki til þín ... og sýna þér hvernig þú getur sjálf eða sjálfur lært að nota þessi tæki fyrir þig eða þitt vörumerki. 

Play video