1:1 tími með mér. Sérsniðin klukkutími að þínum þörfum

1:1 tími með mér. Sérsniðin klukkutími að þínum þörfum

Regular price 16.990 kr Unit price  per 

 

1:1 einkatími

Einkatími sérsniðin að þínum þörfum sem ýtir þér lengra áfram og hjálpar þér að koma með hugmyndir af lausnum fyrir vandamálum sem þú hefur sett fyrir framan þig.  

 

  1:1 er sérstaklega búið til fyrir:

  • Ef þig langar að búa til þitt eigið vörumerki
  • Eigendur netverslanna og þá sem reka fyrirtæki
  • Hárgreiðslufólk, förðunarfræðinga, snyrtifræðinga etc.
  • Alla verktaka sem vilja auka viðskipti eða veita betri þjónustu
  • Áhrifavalda eða þá sem vilja verða áhrifavaldar
  • Ef þig vantar að finna framleiðanda
  • Og öllum þeim sem langar að markaðsetja sig eða vöruna sína betur. Ath. Að þetta er einkanámskeið og hver tími er sérhannaður fyrir þig og þínar áskoranir.


Almennar upplýsingar
Lengd tíma: 1 klst - ásamt tölvupóst samskiptum fyrir og eftir tímann þar sem að tíminn er sérsniðin að þér.
Staðsetning: Á netinu – Nánari upplýsingar sendar við bókun. 
Verð: 16.990kr 

Hér er dæmi um vinsælar spurningar í 1:1 tímum sem við förum þá í umræðuefni varðandi það og komum með lausnir: 
- 'Er þetta góð verksmiðja' eða myndiru velja aðra?
- 'Ég er ekki viss hvort ég sé að semja nógu vel við verksmiðjuna mína varðandi verð á vörum og sendingargjaldi'
- 'Ég er ekki viss um hvernig ég get selt vörurnar mínar þegar ég fæ þær í hendurnar' 
- 'Mig langar að koma mér á framfæri en ég veit ekki hvernig'
- 'Hvernig get ég notað áhrifavalda markaðsetningu til að markaðsetja vörumerkið mitt'?

Í 1:1 tímum kem ég með mínar skoðanir og lausnir og aðstoða þig við að geta svo haldið áfram með það verkefni sem þú hefur tekið þér fyrir hendur. Margir hafa verið að taka 1:1 tíma í hverjum mánuði til að fylgja því eftir það sem þau hafa verið að gera. Stundum er maður smá strand og vill fá aðstoð við að ýta sér áfram og þá ertu á hárréttum stað. 

Hafðu samband við mig ef þú ert með spurningar eða vilt bóka: tanja@tanjayr.com og ég hlakka til að heyra frá þér. 

UMSAGNIR FRÁ NÁMSKEIÐUM

Samfélagsmiðla námskeiðið hjá Tönju Ýr var einstaklega faglegt og lærdómsríkt. Tanja var búin að stúdera miðlana okkar í bak og fyrir og og var með mjög uppbyggilega punkta og aðferðir um hvernig við getum bætt bæði samfélagsmiðlana okkar og heimasíðuna okkar. Námskeiðið veitti manni mikinn innblástur og lærdóm hvernig við getum gert enn betur og aukið söluna og tekjurnar okkar með því að tileinka okkur þekkingu hennar á þessum miðlum. Frábært í alla staði og mæli eindregið með.

- RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR OG GÍGJA SARA BJÖRNSSON EIGENDUR KATTAKAFFIHÚSSINS

Það er ekkert annað en forréttindi að fá að vinna með Tönju. Ég leyfi mér stór orð að hún er metnaðarfullasta, duglegasta, mest hvetjandi og drífandi manneskja sem ég hef nokkurntímann unnið með. Þekking og reynsla hennar á samfélagsmiðlum er gífurlega mikil og þessi fallega ástríða sem hún er með fyrir samfélagsmiðlum er einstök. Það hefur skilað henni persónulega og mörgum einstaklingum sem og fyrirtækjum afar miklu. Allt sem hún hefur kennt mér bæði sem manneskja, í rekstri og á samfélagsmiðla er ein sú dýrmætasta gjöf sem ég hef fengið.

- MARÍA, FRUMKVÖÐULL & MARKÞJÁLFI

Tanja Ýr hefur haldið fyrirlestur um samfélagsmiðla og markaðsetningu á samfélagsmiðlum fyrir nemendur Reykjavik Makeup School núna í um eitt ár við miklar vinsældir nemenda. Fyrirlesturinn er rosalega flott uppsettur, faglegur og fróðlegur og útskýrir Tanja allt að svo mikillri innlifun og kemur öllu svo vel frá sér á líflegan og skemmtilegan hátt , hún fær nemendur til að taka mikinn þátt í fyrirlestrinum með allskyns spurningum og umræðum. Við erum ótrúlega þakklátar fyrir að hafa hana í kennarateymi RMS.

- SARA & SILLA, REYKJAVIK MAKEUP SCHOOL

Mjög fróðlegt og skemmtilegt. Vel unnið að mínum persónulegu miðlum og þeim markmiðum og áherslum sem ég vil hafa. Ótrúlega gott að fá önnur augu á miðlana sína sem segja manni hvað virkar og það sem meira er hvað virkar ekki. Hlakka ótrúlega til að vinna útfrá því sem ég lærði á 1:1 samfélagsmiðlanámskeiðinu og gera mína miðla betri.

- LILJA, FÖRÐUNARFRÆÐINGUR OG SÖNGKONA

Ég gæti ekki verið ánægðari með námskeiðið hjá Tönju Ýr, það var ótrúlega fróðlegt og gagnlegt. Námskeiðið gaf mér kraft og þekkingu til að að elta mína drauma og ná árangri. Tanja er alveg 110% í öllu sem hún gerir og 1:1 samfélagsmiðlanámskeiðið er þar engin undantekning, námskeiðið var ótrúlega vel uppsett, faglegt, lærdómsríkt og sniðið að mínum markmiðum og draumsýn. Ástríða Tönju á markaðssetningu, samfélagsmiðlum og að hjálpa öðrum að ná árangri leyndi sér ekki, það er ómetanlegt að fá svona góð ráð frá slíkum viskubrunni í þessum efnum. Ég bara gæti ekki mælt meira með þessu námskeiði fyrir alla þá sem vilja læra betur inn á markaðssetningu og samfélagsmiðla, hvort sem þeir eru að stíga sín fyrstu skref í þeim efnum eða vilja einfaldlega bara bæta við þekkingu sína og gera enn betur! Ég hlakka ótrúlega mikið til að byggja upp mína miðla út frá því sem ég lærði hjá Tönju á námskeiðinu.

- TELMA FANNEY

Námskeiðið Hennar Tönju Ýr um vöruþróun og stofnun vörumerkis gékk algjörlega vonum framar! Ég var mjög spennt að skrá mig à þetta námskeið og hafði smá hugmynd um hvað ég vildi vita og spurja, kom í ljós að það sem ég vildi vita var hreinlega bara brotabrot af öllum upplýsingum sem við fengum. Ég var eiginlega bara í sjokki með hversu lítið ég vissi fyrir en rosalega ánægð með magn af upplýsingum, aðstoð og fræðslu sem við fengum á námskeiðinu. Ég þarf ekki að byrja á toppnum og Tanja sýndi okkur hvernig það er hægt. Gerður arinbjarnar var með geggjaða fræðslu og pepp fyrir okkur öll. Geggjaður stuðningur og fræðsla frá Gerði. Eftir fyrsta daginn vissi ég eiginlega ekkert hverju ég ætti að eiga von á seinni daginn, viti menn, það var nóg eftir af upplýsingum. Fengum að spyrja bókara að öllu milli himins og jarðar og fá ráð og aðstoð, sem róar aðeins taugarnar fyrir okkur sem erum rétt að byrja. Virkilega ánægð með námskeiðið og alla fræðsluna sem ég fékk, gekk vonum framar og frammúr öllum mínum væntingum. Ég virkilega mæli með þessu námskeiði fyrir alla sem eru að spá í eigin rekstur og eigin vörulínu/þróun, þetta er staðurinn sem þú færð actual svör og að spyrja um allt. Tíminn er núna, taktu stökkið.

- ALEXANDRA DOUGLAS

Algengar spurningar

Samkvæmt pósti sem ég fékk frá stéttarfélögunum að þá þarf hver og einn að athuga sitt stéttarfélag. Einnig langar mig að benda á það að sumir atvinnurekendur aðstoða við að greiða niður námskeiðsgjöld.

Ekki hika við að senda á mig á tanja@tanjayr.com og ég get hjálpað þér að finna það námskeið sem hentar.