
NETNÁMSKEIÐ: Allt sem þú verður að vita til þess að byrja þitt eigið vörumerki
Ofurnámskeið þar sem við förum yfir allt það sem getur hjálpað þér í að stofna þitt eigið vörumerki og ná langt!
Ég hlakka til að deila með þér öllu því sem ég hef lært á síðustu sjö árum í eigin rekstri - svo þú getir rekið þig á færri veggi og náð meiri árangri.
Þú munt meðal annars læra:
- Vörumerkjaþróun (nafn, lógó, branding, branding, branding!)
- Vöruhönnun: Að búa til vörur (hvernig kem ég hugmynd úr kollinum á mér og í framleiðslu)
- Verksmiðjur (mismunandi leiðir í framleiðslu, finna rétta birgja/framleiðendur o.sv.f.)
- Verðlagning á vörum. Einkasala og heildsala.
- Sniðug leið til þess að finna rétta samstarfsaðila
- Vefsíðugerð (Ekki borga of mikið fyrir heimasíðu. Það er ekki 2005 …)
- Greiðsluleiðir í boði - kostir og gallar
- Sendingamöguleikar í boði og hvað þarf að hafa í huga
Þetta er netnámskeið þar sem þú færð aðgang að og getur horft á hvar og hvenær sem er. Á námskeiðinu eru nokkur lítil verkefni og ég mæli sterklega með því að horfa á námskeiðið og taka það í pörtum :)

