BYRJENDANÁMSKEIÐ: Samfélagsmiðlanámskeið fyrir fyrirtækjaeigendur og markaðsstjóra
Byrjenda námskeið fyrir fyrirtækja eigendur sem vilja skapa efni sem byggir upp samfélag.
Að loknu námskeiði getur þú skipulagt efni fram í tímann, tekið upp, klippt og birt myndbönd á samfélagsmiðlum sem vekja athygli og aukið útbreiðslu efnis með því að nota samfélagsmiðlanna á réttan hátt.
Þú þarft enga tæknilega færni. Þú lærir að búa til einföld myndbönd sem efla þína samfélagsmiðla — jafnvel þótt þú hafir aldrei klippt myndband áður.
Námskeiðið eru tveir dagar / hluti námskeið er sett upp sem vinnustofa. Við lærum að nota tólin sem ég afhendi ykkur saman.
Á námskeiðinu verður farið yfir:
- Hvernig þú átt að nota Instagram, Facebook og Tiktok. (uppsetning á miðlunum)
- Klippa einföld myndbönd í forritinu Capcut
- Setja texta og myndefni rétt fyrir hvern miðil
- Lærir hvaða efni virkar
- Tips & trix til að ná meiri sýnileika
- Skipuleggja efni fram í tímann
- Skilja hvernig hver miðill virkar
- Hvað er nýtt og hvernig þú getur fundið trend
- Tölfræði: hvað er það sem er að virka?
Eftir námskeið færð þú:
- Efnis dagatal til að vinna með (vinnum með þetta á námskeiðinu)
- PDF bók með checklista (vinnum með þetta á námskeiðinu)
- PDF skjal fyrir stærðir og textasvæði
- Aðgang að lokuðum hópi ef þú vilt
Námskeiðið er sérstaklega búið til fyrir:
- Fyrirtækjaeigendur eða markaðsstjóra
- Þá sem vilja læra að búa til myndbönd sem líta vel út
- Vilt skilja betur hvað virkar á samfélagsmiðlum til að ná meiri sýnileika
- Læra að skipuleggja efni til að vera með gott flæði
Þetta er námskeið fyrir þig ef þú vilt læra á einfalt, árangursríkt ferli til að skapa efni sem fær og nær til fylgjenda og selur!
