1:1 Samfélagsmiðla masterclass - Einkanámskeið
Þú lærir:
- Að koma þér á framfæri á samfélagsmiðlum
- Ódýrari eða ókeypis leiðir til þess að markaðssetja vöru eða þjónustu
- Að lesa í tölfræði á samfélagsmiðlum
- Grunnatriði um markaðssetningu með áhrifavöldum
- Hvaða efni virkar fyrir þig
- Hvernig á að búa til efni
- Hvaða tæki og tól ég persónulega nota og tel best fyrir vinnu á samfélagsmiðlum
Námskeiðið er sérstaklega búið til fyrir:
- Eigendur netverslanna og þá sem reka fyrirtæki
- Hárgreiðslufólk, förðunarfræðinga, snyrtifræðinga etc.
- Alla verktaka sem vilja auka viðskipti eða veita betri þjónustu
- Áhrifavalda eða þá sem vilja verða áhrifavaldar
- Og öllum þeim sem langar að markaðsetja sig eða vöruna sína betur. Ath. Að þetta er einkanámskeið og hver tími er sérhannaður fyrir þig og þínar áskoranir.
Almennar upplýsingar
Lengd Námskeiðis: 2 klst & 1klst eftirfylgni eftir námskeið.
Staðsetning: Hafnartorg – Nánari upplýsingar sendar við bókun. (Möguleiki að taka námskeiðið á netinu ef viðkomandi býr út á landi)
Greiðslur í boði: Reikningur í heimabanka eða greiða með Netgíró
Verð: 49.990 (4.490kr fyrir auka manneskju, max 3 auka)

UMSAGNIR
Samfélagsmiðla námskeiðið hjá Tönju Ýr var einstaklega faglegt og lærdómsríkt. Tanja var búin að stúdera miðlana okkar í bak og fyrir og og var með mjög uppbyggilega punkta og aðferðir um hvernig við getum bætt bæði samfélagsmiðlana okkar og heimasíðuna okkar. Námskeiðið veitti manni mikinn innblástur og lærdóm hvernig við getum gert enn betur og aukið söluna og tekjurnar okkar með því að tileinka okkur þekkingu hennar á þessum miðlum. Frábært í alla staði og mæli eindregið með.
Það er ekkert annað en forréttindi að fá að vinna með Tönju. Ég leyfi mér stór orð að hún er metnaðarfullasta, duglegasta, mest hvetjandi og drífandi manneskja sem ég hef nokkurntímann unnið með. Þekking og reynsla hennar á samfélagsmiðlum er gífurlega mikil og þessi fallega ástríða sem hún er með fyrir samfélagsmiðlum er einstök. Það hefur skilað henni persónulega og mörgum einstaklingum sem og fyrirtækjum afar miklu. Allt sem hún hefur kennt mér bæði sem manneskja, í rekstri og á samfélagsmiðla er ein sú dýrmætasta gjöf sem ég hef fengið.
Tanja Ýr hefur haldið fyrirlestur um samfélagsmiðla og markaðsetningu á samfélagsmiðlum fyrir nemendur Reykjavik Makeup School núna í um eitt ár við miklar vinsældir nemenda. Fyrirlesturinn er rosalega flott uppsettur, faglegur og fróðlegur og útskýrir Tanja allt að svo mikillri innlifun og kemur öllu svo vel frá sér á líflegan og skemmtilegan hátt , hún fær nemendur til að taka mikinn þátt í fyrirlestrinum með allskyns spurningum og umræðum. Við erum ótrúlega þakklátar fyrir að hafa hana í kennarateymi RMS.
Mjög fróðlegt og skemmtilegt. Vel unnið að mínum persónulegu miðlum og þeim markmiðum og áherslum sem ég vil hafa. Ótrúlega gott að fá önnur augu á miðlana sína sem segja manni hvað virkar og það sem meira er hvað virkar ekki. Hlakka ótrúlega til að vinna útfrá því sem ég lærði á 1:1 samfélagsmiðlanámskeiðinu og gera mína miðla betri.
Ég gæti ekki verið ánægðari með námskeiðið hjá Tönju Ýr, það var ótrúlega fróðlegt og gagnlegt. Námskeiðið gaf mér kraft og þekkingu til að að elta mína drauma og ná árangri. Tanja er alveg 110% í öllu sem hún gerir og 1:1 samfélagsmiðlanámskeiðið er þar engin undantekning, námskeiðið var ótrúlega vel uppsett, faglegt, lærdómsríkt og sniðið að mínum markmiðum og draumsýn. Ástríða Tönju á markaðssetningu, samfélagsmiðlum og að hjálpa öðrum að ná árangri leyndi sér ekki, það er ómetanlegt að fá svona góð ráð frá slíkum viskubrunni í þessum efnum. Ég bara gæti ekki mælt meira með þessu námskeiði fyrir alla þá sem vilja læra betur inn á markaðssetningu og samfélagsmiðla, hvort sem þeir eru að stíga sín fyrstu skref í þeim efnum eða vilja einfaldlega bara bæta við þekkingu sína og gera enn betur! Ég hlakka ótrúlega mikið til að byggja upp mína miðla út frá því sem ég lærði hjá Tönju á námskeiðinu.