UPPSELT! Allt sem þú verður að vita til þess að byrja þitt eigið vörumerki

UPPSELT! Allt sem þú verður að vita til þess að byrja þitt eigið vörumerki

Regular price 49.990 kr Unit price  per 

UPPSELT

Mikilvægar upplýsingar:

Dags: 3 og 4. október -
Tveggja daga námskeið - 3-4 klst í senn frá kl.12-15.30

Hvar? Æðislegi Blái salurinn á Restaurant Reykjavík, Vesturgötu 2, 101 Rvk.

Ath. Ýmis stéttarfélög veita styrki fyrir sókn á námskeið

Skráðu þig á póstlista

UPPSELT 

Tveggja daga ofurnámskeið þar sem við förum yfir allt það sem getur hjálpað þér í að stofna þitt eigið vörumerki og ná langt!

Ég hlakka til að deila með þér öllu því sem ég hef lært á síðustu sjö árum í eigin rekstri - svo þú getir rekið þig á færri veggi og náð meiri árangri.

Þú munt meðal annars læra:

  • Stofnun fyrirtækis og bókhald (mikilvægt! Heimsókn frá bókara með 40 ára reynslu).
  • Vörumerkjaþróun (nafn, lógó, branding, branding, branding!)
  • Vöruhönnun: Að búa til vörur (hvernig kem ég hugmynd úr kollinum á mér og í framleiðslu)
  • Verksmiðjur (mismunandi leiðir í framleiðslu, finna rétta birgja/framleiðendur o.sv.f.)
  • Verðlagning á vörum. Einkasala og heildsala.
  • Sniðug leið til þess að finna rétta samstarfsaðila
  • Vefsíðugerð -> Allir setja upp sína eigin vefsíðu á námskeiðinu (Ekki borga of mikið fyrir heimasíðu. Það er ekki 2005 …)
  • Greiðsluleiðir í boði - kostir og gallar
  • Sendingamöguleikar í boði og hvað þarf að hafa í huga
  • Gerður eigandi Blush.is kemur og verður með skemmtilegt spjall á námskeiðinu. Hún hefur náð þvílíkum árangri í viðskiptum. Auk þess sem hún hefur ferðast um allan heim og lært af Tony Robbins.

Aðeins í þetta eina skipti verður námskeiðið í boði live/í persónu. Sæti verða einnig mjög takmörkuð til þess að tryggja að öryggi allra (takk Covid) og að við höfum nægan tíma fyrir hvort annað til þess að ræða málin og hafa gaman.

Á námskeiðinu verður kaffi og ávextir í boði auk þess sem innifalið í námskeiði er ljúffengur hádegisverður á sunnudeginum. 

Mjög takmarkað sætaframboð. Þú getur tryggt þér sæti og skráð þig með því að smella á 'Bóka námskeið' hér að ofan. 

UPPSELT

Ef þú hefur einhverjar spurningar áður en þú bókar, endilega sendu mér skilaboð á tanja@tanjayr.com og ég svara þér um hæl.

Ég hlakka til að sjá þig!

 

UMSAGNIR FRÁ ÖÐRUM NÁMSKEIÐUM

Samfélagsmiðla námskeiðið hjá Tönju Ýr var einstaklega faglegt og lærdómsríkt. Tanja var búin að stúdera miðlana okkar í bak og fyrir og og var með mjög uppbyggilega punkta og aðferðir um hvernig við getum bætt bæði samfélagsmiðlana okkar og heimasíðuna okkar. Námskeiðið veitti manni mikinn innblástur og lærdóm hvernig við getum gert enn betur og aukið söluna og tekjurnar okkar með því að tileinka okkur þekkingu hennar á þessum miðlum. Frábært í alla staði og mæli eindregið með.

- RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR OG GÍGJA SARA BJÖRNSSON EIGENDUR KATTAKAFFIHÚSSINS

Það er ekkert annað en forréttindi að fá að vinna með Tönju. Ég leyfi mér stór orð að hún er metnaðarfullasta, duglegasta, mest hvetjandi og drífandi manneskja sem ég hef nokkurntímann unnið með. Þekking og reynsla hennar á samfélagsmiðlum er gífurlega mikil og þessi fallega ástríða sem hún er með fyrir samfélagsmiðlum er einstök. Það hefur skilað henni persónulega og mörgum einstaklingum sem og fyrirtækjum afar miklu. Allt sem hún hefur kennt mér bæði sem manneskja, í rekstri og á samfélagsmiðla er ein sú dýrmætasta gjöf sem ég hef fengið.

- María, frumkvöðull & markþjálfi

Tanja Ýr hefur haldið fyrirlestur um samfélagsmiðla og markaðsetningu á samfélagsmiðlum fyrir nemendur Reykjavik Makeup School núna í um eitt ár við miklar vinsældir nemenda. Fyrirlesturinn er rosalega flott uppsettur, faglegur og fróðlegur og útskýrir Tanja allt að svo mikillri innlifun og kemur öllu svo vel frá sér á líflegan og skemmtilegan hátt , hún fær nemendur til að taka mikinn þátt í fyrirlestrinum með allskyns spurningum og umræðum. Við erum ótrúlega þakklátar fyrir að hafa hana í kennarateymi RMS.

- Sara & Silla, Reykjavik Makeup School

Mjög fróðlegt og skemmtilegt. Vel unnið að mínum persónulegu miðlum og þeim markmiðum og áherslum sem ég vil hafa. Ótrúlega gott að fá önnur augu á miðlana sína sem segja manni hvað virkar og það sem meira er hvað virkar ekki. Hlakka ótrúlega til að vinna útfrá því sem ég lærði á 1:1 samfélagsmiðlanámskeiðinu og gera mína miðla betri.

- Lilja, förðunarfræðingur og söngkona

Ég gæti ekki verið ánægðari með námskeiðið hjá Tönju Ýr, það var ótrúlega fróðlegt og gagnlegt. Námskeiðið gaf mér kraft og þekkingu til að að elta mína drauma og ná árangri. Tanja er alveg 110% í öllu sem hún gerir og 1:1 samfélagsmiðlanámskeiðið er þar engin undantekning, námskeiðið var ótrúlega vel uppsett, faglegt, lærdómsríkt og sniðið að mínum markmiðum og draumsýn. Ástríða Tönju á markaðssetningu, samfélagsmiðlum og að hjálpa öðrum að ná árangri leyndi sér ekki, það er ómetanlegt að fá svona góð ráð frá slíkum viskubrunni í þessum efnum. Ég bara gæti ekki mælt meira með þessu námskeiði fyrir alla þá sem vilja læra betur inn á markaðssetningu og samfélagsmiðla, hvort sem þeir eru að stíga sín fyrstu skref í þeim efnum eða vilja einfaldlega bara bæta við þekkingu sína og gera enn betur! Ég hlakka ótrúlega mikið til að byggja upp mína miðla út frá því sem ég lærði hjá Tönju á námskeiðinu.

- Telma Fanney

Algengar spurningar

Algjörlega..þetta námskeið er um allt sem þú verður að vita til að stofna þitt eigið vörumerki. Þetta er tilvalið fyrir þá sem vilja stofna sitt eigið. Það er alls ekki nauðsynlegt að vera byrjuð/aður á neinu. Við förum yfir þau tól og tæki sem eru í boði til að búa til flott vörumerki. Eins er námskeiðið líka sniðið fyrir þá sem eru byrjaðir í rekstri en vilja aðstoð og sjá nýjar leiðir.

Já, við förum nákvæmlega í þetta. Það er margt sem þarf að hafa í huga annað en bara það að framleiða vöruna. Bæði vörumerkið á bakvið vöruna, bókhaldshliðin og svo að sjálfsögðu að finna framleiðendur og kunna að semja við þá. Ég fer einnig yfir ýmisskonar prentun og hvernig þú getur komið hugmynd af vöru niður á blað og í tölvuteikningu og svo í rétt form til framleiðenda fyrir fyrsta prufueintak.

Já það verður aðeins haldið einu sinni í persónu og þar er opið fyrir spjall og spurningar. Eftir þetta námskeið mun þetta námskeið verða að netnámskeiði sem hægt er að fá aðgang að þegar þér hentar og mun kosta það sama og þetta.

Samkvæmt pósti sem ég fékk frá stéttarfélögunum að þá þarf hver og einn að athuga sitt stéttarfélag. Einnig langar mig að benda á það að sumir atvinnurekendur aðstoða við að greiða niður námskeiðsgjöld.

Ekki hika við að senda á mig á tanja@tanjayr.com og ég get hjálpað þér að finna það námskeið sem hentar.