2026 Samfélagsmiðla Masterclass
2026 Samfélagsmiðla Masterclass

Veldu dagsetningu:: 21.-22.febrúar - 12.00-16.00

2026 Samfélagsmiðla Masterclass
2026 Samfélagsmiðla Masterclass
2026 Samfélagsmiðla Masterclass
2026 Samfélagsmiðla Masterclass
2026 Samfélagsmiðla Masterclass
2026 Samfélagsmiðla Masterclass

Svör við spurningum &

Nytsamlegar upplýsingar

Algengar spurningar

Ef að þig vantar enn svör við spurningum ekki hika við að senda mér tölvupóst tanja@tanjayr.com eða bóka 15mín spjall hér.

Er hægt að fá styrk frá stéttarfélagi (VR, efling..)?

Samkvæmt pósti sem ég fékk frá stéttarfélögunum að þá þarf hver og einn að athuga sitt stéttarfélag. Einnig langar mig að benda á það að sumir atvinnurekendur aðstoða við að greiða niður námskeiðsgjöld.

Ég er ekki viss hvaða námskeið hentar?

Ekki hika við að senda á mig á tanja@tanjayr.com og ég get hjálpað þér að finna það námskeið sem hentar. Annars getur þú einnig bókað 15mín spjall við mig HÉR.

Get ég hætt við eftir að ég skrái mig?

Það er ekkert mál að fá endurgreitt eða færa þig á aðra dagsetningu ef þú sérð þig ekki fært á að koma

Hvað þarf ég að taka með mér?

Eina sem þú þarft að taka með þér er glósubók eða tölvu. Á öllum námskeiðum þá eru pennar og blöð sem þið getið einig nýtt ykkur.

Hvaða greiðsluleiðir eru í boði?

Hægt er að greiða með:
- Greiðslukorti í gegnum Teya
- Netgíró
- Aur

Svo er einnig hægt að hafa samband og ég get sent reikning í heimabanka eða skipt niður greiðslum.

Ath. Ýmis stéttarfélög veita styrki fyrir sókn á námskeið

Hver er Tanja Ýr

Síðan árið 2014 hef ég eingöngu unnið á samfélagsmiðlum og hef á þessum árum skapað algjöra sérþekkingu á því hvernig hinir ýmsu miðlar virka og hvernig við getum notað þá til þess að ná árangri. Á þessum árum hef ég stigið í öll möguleg hlutverk en ásamt því að hafa sjálf byggt, viðhaldið og haft tekjur miðlum á borð við Snapchat, Facebook, Instagram Youtube og TikTok þá hef ég unnið náið með bæði áhrifavöldum og fyrirtækjum. Ég aðstoða áhrifavalda við að koma sér á framfæri, byggja upp ímynd og læra afla sér tekna. En með fyrirtækjum hef ég stigið inn sem sérfræðingur á samfélagsmiðlum og veitt ráðgjöf eða séð um miðla og búið til herferðir með áhrifavöldum.Í gegnum tíðina hef ég bæði byggt upp fjölda vörumerkja sjálf, nær einungis í gegnum samfélagsmiðla og hjálpað tugum fyrirtækja við að byggja upp sterka ímynd, vekja athygli og selja vörur eða þjónustu á mörgum mismunandi miðlum. En þar liggur helsta ástríða mín í dag, að miðla minni reynslu og sérþekkingu um samfélagsmiðla, vefsíðugerð, myndefni og vörumerki til þín ... og sýna þér hvernig þú getur sjálf eða sjálfur lært að nota þessi tæki fyrir þig eða þitt vörumerki. 

Í boði verður

Kaffi, gos og vatn á staðnum.

Námskeiðið er

Kennt á íslensku

Næsta námskeið verður haldið:

21.-22.febrúar 2026

chevron_left chevron_right

UMSAGNIR FRÁ ÖÐRUM NÁMSKEIÐUM

chevron_left chevron_right

TAKK FYRIR OKKUR!

Við systur getum hiklaust mælt með Samfélagsmiðla MASTER CLASS námskeiðinu hennar Tönju.

Það hreinlega opnuðust aðrar víddi og nýir heimur í skilvirkari notkun samfélagsmiðlum.
Þau skiluðu efninu á námskeiðinu vel frá sér á sérstaklega gagnlegan og skiljanlegan hátt. Það hentaði okkur systur extra vel þar sem við erum svolítið út um allt alla daga.

Þau gáfu sér öll extra tíma í að aðstoða hver og einn. Mikil fagmennska og þolinmæði. Þau aðstoðuðu okkur í að setja inn tengingar á milli FB, Instagram og heimasíðu og margt fleira.
Námskeiði kenndi okkur að sjá mælingar og annað sem við vorum svo sem ekkert að hugsa mikið út í fyrr.

Besta TIPS EVER ekki eyða pening í eitthvað sem gefur ekki hærri tekjur.
EINS OG BOOZT Á FB OG INSTAGRAM !!!

— Anna Marta & LovísaSúkkulaði Hringur og Pestó TWINS. Fáanlegt í helstu matvöru verslunum landsins.

Námskeiðið var mjög fræðandi og skemmtilegt - mér fannst það bara líða of hratt.
Ég fer full af innblæstri inn í næstu vikur og mánuði með betri skilning á því hvernig er hægt að nýta sér samfélagsmiðla á mun skilvirkari hátt. Bæði hvað varðar Facebook Ads og svo áhrifavalda og content creatora. Mjög hjálplegir fyrirlesarar sem gáfu sér tíma fyrir hvern og einn ef þess þurfti. Námskeiðið kenndi okkur líka að lesa betur í tölfræðina sem miðlarnir eru að færa okkur, sem er auðvitað svo ótrúlega mikilvægur þáttur í að geta gert betur!

Hlakka til að fara að nýta mér þessi tæki og tól miklu betur!

Takk kærlega fyrir mig - ég get heilshugar mælt með þessu frábæra námskeiði <3

—  Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir (sölu- og markaðsstjóri Dýrheimar/Royal Canin)

Námskeiðið opnaði nýja veröld af möguleikum sem mér óraði ekki fyrir að væru í boði fyrir eins venjulega manneskju og mig. Ég fer af námskeiðinu full af sjálfstrausti og veit að ég mun geta gert ótrúlega hluti fyrir fyrirtækið mitt á markaðsfræðilegum grunni. Það kom mér á óvart hvað námskeiðið var persónulegt og ótrúlega skemmtilegt fyrir utan hvað fræðslan var spot on. Enn og aftur takk kærlega fyrir mig, mér lýður eins og ég hafi funduð gullnámu!

— Steinunn EB-lagnir

Það er ekkert annað en forréttindi að fá að vinna með Tönju. Ég leyfi mér stór orð að hún er metnaðarfullasta, duglegasta, mest hvetjandi og drífandi manneskja sem ég hef nokkurntímann unnið með. Þekking og reynsla hennar á samfélagsmiðlum er gífurlega mikil og þessi fallega ástríða sem hún er með fyrir samfélagsmiðlum er einstök. Það hefur skilað henni persónulega og mörgum einstaklingum sem og fyrirtækjum afar miklu. Allt sem hún hefur kennt mér bæði sem manneskja, í rekstri og á samfélagsmiðla er ein sú dýrmætasta gjöf sem ég hef fengið.

— MARÍA, FRUMKVÖÐULL & MARKÞJÁLFI

Samfélagsmiðla námskeiðið hjá Tönju Ýr var einstaklega faglegt og lærdómsríkt. Tanja var búin að stúdera miðlana okkar í bak og fyrir og og var með mjög uppbyggilega punkta og aðferðir um hvernig við getum bætt bæði samfélagsmiðlana okkar og heimasíðuna okkar. Námskeiðið veitti manni mikinn innblástur og lærdóm hvernig við getum gert enn betur og aukið söluna og tekjurnar okkar með því að tileinka okkur þekkingu hennar á þessum miðlum. Frábært í alla staði og mæli eindregið með.

— RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR OG GÍGJA SARA BJÖRNSSON EIGENDUR KATTAKAFFIHÚSSINS

Þetta námskeið var algjörlega ómissandi! Ég lærði ótrúlega margt sem ég mun nýta mér, þar sem ég er nýbyrjuð með vefverslun og get mér nýtt lærdóminn til að gera rétt strax frá upphafi hvað varðar kostaðar auglýsingar og sparað mér að eyða peningum í ranga hluti. Þekkingin sem ég tek út úr námskeiðinu er ekki síður hvað varðar UGC og almenna stýringu miðla, Tanja leiðréttir margar mýtur sem ég hafði. Ég mjög peppuð fyrir komandi tímum hjá mínu fyrirtæki.

— Thelma Harðardóttir

Vertu með og taktu samfélagssmiðlana í gegn!