2026 Samfélagsmiðla Masterclass
Komdu og fáðu raunhæfan og hagnýtan skilning á samfélagsmiðla markaðssetningu með það að markmiði að byggja upp sterkt vörumerki og auka sölu þá bæði hvernig þú getur náð langt organically, með réttu efni, UGC og áhrifavöldum.
Námskeiðið er hannað fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem vilja læra hvað virkar í raun, hvernig á að búa til efni sem nær athygli, og hvernig á að setja saman herferðir sem skila árangri án þess að treysta eingöngu á kostaðar auglýsingar.
Við förum einnig í grunnskilning á auglýsingum, hvernig á að lesa tölur, hvað skiptir máli og ekki síður hvað á alls ekki að gera, t.d. þegar unnið er með auglýsingastofum eða áhrifavöldum.
Þú lærir:
- Hvernig samfélagsmiðlar virka í dag (Instagram, TikTok o.fl.)
- Hvernig þú byggir upp miðla sem skilar raunverulegum árangri
- Hvernig á að búa til efni sem selur, ekki bara fær læk
- Hvernig UGC virkar og hvernig þú getur nýtt það í markaðssetningu
- Hvernig á að vinna með áhrifavöldum – frá fyrsta samstarfi til langtímasamstarfs + herferðir
- Hvaða tegundir áhrifavalda- og UGC herferða virka best
- Hvernig þú setur upp markaðs- og efnisherferðir frá A–Ö
- Grunnskilning á kostuðum auglýsingum og hvernig á að lesa tölur og árangur
- Hvað tölur skipta raunverulega máli í samfélagsmiðlum (og hvað ekki)
- Hvaða verkfæri og tól eru gagnleg í daglegri vinnu
- Hvernig hægt er að nýta AI í markaðssetningu og efnisgerð
- Algeng mistök í markaðssetningu og hvað ber að varast (t.d. við samninga við stofur eða áhrifavalda)
Þetta námskeið er fyrir þig ef:
- Þú ert markaðsstjóri, eigandi fyrirtækis eða sérð fyrir þér að sjá um samfélagsmiðla fyrirtækja.
- Þig langar að byggja upp sterka viðveru á samfélagsmiðlum fyrir fyrirtæki
- Þú vilt læra hvernig efni og herferðir skila sölu
- Þú ert óviss um hvað virkar í efnisgerð
- Þú vilt nýta UGC og áhrifavalda á réttan hátt
- Þig langar að auka sýnileika og tekjur án þess að eyða óþarflega í auglýsingar
- Þú vilt fá betri yfirsýn og sjálfstraust í stafrænni markaðssetningu
Eftir námskeiðið:
- Verður þú mun öruggari í markaðsákvörðunum
- Þú kannt að skipuleggja og keyra eigin áhrifavalda herferðir
- Þú skilur tölurnar á bakvið samfélagsmiðla og veist hvað skiptir máli
- Þú veist hvernig á að vinna með áhrifavöldum og UGC
- Þú hefur forskot á samkeppnisaðila til að byggja upp miðil
- Þú hefur betri skilning á stafrænnri markaðssetningu í heild
- Og síðast en ekki síst: aukinn möguleiki á aukinni sölu
Hagnýtt verkefni í námskeiðinu:
Á námskeiðinu vinna þátttakendur að einföldu, hagnýtu verkefni þar sem þeir setja upp sína eigin samfélagsmiðla- og efnisáætlun.
Verkefnið er byggt á raunverulegu fyrirtæki (eða hugmynd) og leiðir þig skref fyrir skref í gegnum:
- markmið
- markhóp
- efnisgerð
- UGC eða áhrifavalda herferð
- og hvaða tölur skipta máli
Markmiðið er að þú farir heim með skýra áætlun sem þú getur byrjað að nota strax eftir námskeiðið.
Athuga: Þú þarft ekki að segja frá verkefninu á námskeiðinu heldur getur þú sent mér verkefnið í tölvupósti eftir námskeið og ég gef þér endurgjöf. Þú getur einnig deilt því með mér á námskeiðinu og ég get komið með mínar athugasemdir þá.